sudurnes.net
Vilja búa til nýtt og kröft­ugt fyr­ir­tæki með sameiningu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja - Local Sudurnes
Nýr sjávarútvegsrisi, með rúm­lega 44.000 tonn af afla­heim­ild­um og um það bil 16 millj­arða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu yrði til með sameiningu Grindvísku félaganna Þorbjörns og Vísis. Viðræður um að stofna nýtt fyr­ir­tæki og byggja upp rekst­ur nýs sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is í Grinda­vík standa nú yfir. Áætlað er að samruni af þessu tagi taki allt að þremur árum og er ekki reiknað með upp­sögn­um í tengsl­um við hann, þó má að sjálf­sögðu gera ráð fyr­ir breyt­ing­um á út­gerðar­hátt­um og mögu­lega ein­hverj­um til­færsl­um á störf­um á þeim tíma. Nú­ver­andi eig­end­ur fé­lag­anna verða áfram all­ir hlut­haf­ar í nýju fé­lagi, en mark­mið þeirra sé að búa til nýtt og kröft­ugt fyr­ir­tæki sem jafn­framt get­ur fylgt eft­ir tækninýj­ung­um og svarað auk­inni kröfu markaðanna. Einnig mun hið nýja fyr­ir­tæki tryggja bol­fisk­vinnslu og styrkja sam­fé­lagið í Grinda­vík enn frek­ar. Gangi viðræður um stofn­un nýs fé­lags sam­kvæmt áætl­un, má bú­ast við að það taki til starfa um ára­mót, en þangað til verður rekst­ur fyr­ir­tækj­anna tveggja óbreytt­ur. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSlæmar aðstæður farandverkafólks – “Græða á því að leigja þurfandi fólki ónýtt húsnæði”Íslandsbleikja flytur í Sandgerði – Byggja upp nýja vinnslu af fullkomnustu gerðHjá Höllu fyrsta Geopark fyrirtækið í flugstöðinniFjárfesting Airport Associates [...]