Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að einkaaðilar sjái um verslunarþjónustu í Leifsstöð

Viðskiptaráð telur að leggja ætti Frí­höfn­ina niður og eft­ir­láta einkaaðilum að sjá um versl­un­arþjón­ustu í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Tel­ur Viðskiptaráð að breyt­ing­arn­ar myndu leiða til auk­inna hag­kvæmni í versl­un­ar­rekstri hér­lend­is, draga úr sam­keppni rík­is­ins við einkaaðila á smá­sölu­markaði og auka veltu í inn­lendri versl­un. Þá tel­ur Viðskiptaráð einnig að leggja ætti komu­versl­un flug­stöðvar­inn­ar niður.

Í frum­varp­i sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram á alþingi er lagt til að við nú­ver­andi laga­ákvæði tolla­laga, þar sem seg­ir að komu­versl­un skuli ein­göngu aðgengi­leg fyr­ir farþega og áhafn­ir sem komi til lands­ins bæt­ist eft­ir­far­andi máls­grein: „Óheim­ilt er að bjóða öðrum vör­ur versl­un­ar­inn­ar til sölu.“ Segir á vef mbl.is.