sudurnes.net
Velta á fasteignamarkaði þrefaldast á milli ára - 118 samningum þinglýst í júní - Local Sudurnes
118 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á Reykjanesi í júní. Þar af voru 48 samningar um eignir í fjölbýli, 60 samningar um eignir í sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.554 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,1 milljón króna. Veltan á Reykjanesi í júní í fyrra var 1.188 milljónir króna, veltan hefur því þrefaldast á milli ára. Af þessum 118 voru 82 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um eignir í sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.716 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,1 milljón króna. Til samanburðar var á sama tímabili 105 samningum þinglýst á Norðurlandi, þar af voru 52 samningar um eignir í fjölbýli, 35 samningar um eignir í sérbýli og 18 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.994 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,5 milljónir króna. Af þessum 105 voru 68 samningar um eignir á Akureyri. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.389 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,1 milljón króna. Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er [...]