sudurnes.net
Túnfiski landað í Grindavík - "Strákarnir eru orðnir svakalega flinkir við þetta" - Local Sudurnes
Skipverjarnir á Jóhönnu Gísladóttur lönduðu 11 túnfiskum í Grindavíkurhöfn á þriðjudaginn, en þetta er þriðja sumarið í röð sem Jóhanna heldur til túnfiskveiða. Fiskurinn var strax gerður klár til útflutnings en hann fer með flugi til Japans beint á markað. Kvótinn.is tók Ólaf Óskarsson skipstjóra tali: „Það má kannski segja að þetta hafi sloppið fyrir horn hjá okkur. Þetta byrjaði ansi rólega hjá okkur. Við fengum einn fisk á fyrstu lögnina. Þá keyrðum við lengst suðaustur eftir en þaðan urðum við að flýja undan veðri og gerðum lítið í einn og hálfan sólarhring. Við lónuðum svo nær landi og enduðum um 30 til 40 mílur suður af Skarðsfjörunni. Þar fengum við fjóra fiska og síðan sex fiska í nótt. Það var því aðeins farið að birta yfir þessu í restina enda komnir í skárri skilyrði. Það er aðallega veðrið sem hefur var að trufla okkur allan túrinn.” Þetta sagði Ólafur Óskarsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttur í samtali við kvotinn.is í gær, en hann landaði þá 11 túnfiskum eftir fyrstu veiðiferð þessarar vertíðar. Það voru síðan snör handtök á bryggjunni, fiskinum landað og hann gerður klár til útflutnings og er nú í morgun þegar lagður af stað flugleiðis til Japan á [...]