Nýjast á Local Suðurnes

Sviptingar á bílasölumarkaði – Nýr umboðsaðili B&L opnar í desember

Töluverðar sviptingar eða hreyfingar hafa verið á bílasölumarkaði á Suðurnesjum undanfarin misseri, þannig hafa bílaumboð ýmist lokað eða fært starfsemi sína um set og nýjar bílasölur opnað eða munu opna á næstu vikum.

Bílaumboðið Bernhard lokaði umboði sínu á Suðurnesjum síðastliðið sumar, líkt og GE-bílar sem höfðu umboð fyrir B&L á Suðurnesjum. Bílaumboðið Hekla lokaði einnig umboði sínu við Njarðarbraut fyrir nokkrum vikum, en það var svo opnað á ný af nýjum aðilum skömmu síðar.

K. Steinarson, umboðsaðili KIA á Suðurnesjum mun færa sig um set og opna á nýjum stað, við Njarðarbraut þar sem Bernhard var áður til húsa.

Ný bílasala, Bílasala Reykjaness, mun svo hefja starfsemi í byrjun desember, á þeim stað sem K. Steinarson var áður, við Holtsgötu í Njarðvík. Bílasala Reykjaness verður umboðsaðili B&L á Suðurnesjum og býður upp á allar þær tegundir bíla sem það umboð hefur í sölu, en um er að ræða mörg af vinsælustu merkjunum í bransanum eins og Jaguar, Nissan, BMW, Hyunday, Land Rover og Dacia.

Auk þessara opnaði Bílaútsalan á Ásbrú í sumar, en þar eru seldir notaðir bílar af öllum gerðum og stærðum.