sudurnes.net
Suðurnesjamaður verður á meðal stærstu eigenda Ellingsen - Local Sudurnes
Heildsöluverslunin S4S ehf. hefur fengið heilmild frá Samkeppniseftirlitinu til kaupa á öllu hlutafé í Ellingsen ehf. S4S ehf., er að hluta í eigu Suðunesjamannsins Hermanns Helgasonar, en hann á um 12% hlut í fyrirtækinu, S4S á meðal annars skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is. Með kaupunum eignast S4S allt hlutfé í Ellingsen og verður hið keypta félag rekið sem dótturfélag S4S. Fram kemur í áliti Samkeppniseftirlitsins að S4S starfi á markaði fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og á markaði fyrir heildsölu á skófatnaði hins vegar. Ellingsen starfi einnig á þeim mörkuðum en þó aðallega á markaði fyrir innflutning og sölu á útivistar- og lífstílsvörum, segir meðal annars í áliti Samkeppniseftirlitsins, sem finna má í heild sinni hér. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSameinað leigufélag tekur yfir 716 íbúðir á Ásbrú – Stefna á skráningu á markaðEngin úttekt farið fram á starfsemi Kadeco – Notast nær eingöngu við aðkeypta ráðgjöfForstjóri Gentle Giants: “Erum skuldlaus við Reykjanesbæ með öllu”Móðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþrotiTvær rótgrónar fiskvinnslur sameinastMogensen hótel á Ásbrú – “Sannfærður um að Suðurnesin eigi mikið inni”Ekkert fyrirtæki hefur sýnt áhuga á að stofna félag um almennar íbúðir í GrindavíkVilja búa til nýtt og kröft­ugt [...]