sudurnes.net
Styrkja framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs - Opið fyrir umsóknir - Local Sudurnes
Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Nánari upplýsingar má nálgast hér Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi eða atvinnulífi. Styrkirnir eru bundnir við verkefni sem styðja við eftirfarandi markmið: Auka skilvirkni og gæði íslensks menntakerfis Eflingu þekkingar á forsendum aukinnar verðmætasköpunar íslensks atvinnulífs Valnefnd Rannsóknasjóðs skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Það er um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að sækja um sem fyrst því umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkReykjanesbæ ber að afhenda samninga við ThorsilForvalsmálið frá A-Ö: Hefur kostað Kaffitár og Isavia milljónir krónaValdís hagnaðist um tæpar 40 milljónir krónaTekjur á hvert stöðugildi hjá Icelandair Group um 40 milljónir á áriÁtak til atvinnusköpunar – Umsóknarfrestur til 21. janúarNýskráningum fyrirtækja fjölgar og færri fara í þrotRekstur Kölku gengur vel – Tekur styrkveitingar til skoðunar á ný eftir hléGistinóttum á hótelum fjölgar á milli ára á SuðurnesjumFasteignafélag á Ásbrú hagnaðist um 1,6 milljarða