sudurnes.net
Strætóakstur í Reykjanesbæ verður boðinn út aftur - Local Sudurnes
Reykjanesbær mun bjóða út akstur á ýmsum leiðum í almenningsvagnakerfi sveitarfélagsins aftur, eftir að fyrra útboð var dæmt ógilt af Kærunefnd útboðsmála í apríl síðastlinum. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjanesbæjar mun nýtt útboð fara fram árið 2017, en samið hefur verið við núverandi verktaka um þjónustuna þangað til. Þjónustan var boðin út í lok árs 2015 og buðu tvö fyrirtæki í verkið, Hópferðir Sævars Baldurssonar ehf. og núverandi þjónustuaðili SBK ehf. Tilboð Hópferða Sævars reyndist töluvert lægra, en vegna mistaka við gerð tilboðs Hópferða Sævars Baldurssonar, var bjóðendum gert að skila inn nýjum verðum, þetta sætti SBK ehf. sig ekki við og kærði framkvæmd útboðsins. Því máli lauk með úrskurði Kærunefndar úboðsmála sem ógilti útboðið. Reykjanesbær mun því bjóða verkið út að nýju árið 2017 og þá í samvinnu við Ríkiskaup og hafa fulltrúar sveitarfélagsins átt fundi með Ríkiskaupum þar sem verið er að skoða hvaða leiðir er best að fara. Framlengdur samningur við núverandi þjónustuaðila rennur út í ágúst 2017. Meira frá SuðurnesjumStrætóútboð ógilt – Reykjanesbær braut gegn meginreglum útboðsréttarBjóða út akstur almenningsvagna innan ReykjanesbæjarMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkAGC vill fá lóð Thorsil í Helguvík – Höfða mál gegn Reykjaneshöfn og ThorsilBjóða út aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í flugstöðinniDæmdur til að greiða rúmar [...]