Nýjast á Local Suðurnes

Skólamatur í baráttu gegn matarsóun – Keyptu mikið magn af gulrótum sem átti að farga

Um þessar mundir er offramboð á gulrótum hér á landi, en tugir tonna af íslenskum gulrótum safnast upp hjá garðyrkjubændum vegna lélegrar sölu, sem rekja má til mikils innflutnings á gulrótum og óvenju góðrar uppskeru hér á landi síðastliðið haust. Ef ekki verður brugðist við þarf því að henda miklu magni af þessu vinsæla grænmeti.

Forráðamenn Suðurnesjafyrirtækisins Skólamatur ehf. brugðust við þessum fréttum af myndarskap og keyptu mikið magn af gulrótum sem skólabörn á markaðssvæði fyrirtækisins munu njóta næstu daga, en fyrirtækið vill með þessu sýna vilja í verki í baráttunni gegn matarsóun, auk þess að styðja við bakið á íslenskum grænmetisbændum.