Nýjast á Local Suðurnes

Skipasali dæmdur til að greiða vangoldin laun

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Alþjóðlega skipasalan Álasund í Reykjanesbæ hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 666.239 krónur ásamt dráttarvöxtum, vegna vangoldinna launa, auk 700.000 króna málskostnaðar. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig hinsvegar eiga útistandandi 2.748.053 krónur, en dómurinn féllst aðeins á hluta kröfunnar.

Í dómi Héraðsdoms Reykjaness kemur fram að stefnandi hafi starfað sem túlkur og sölumaður hjá Álasundi, sem rekur alþjóðlega skipasölu, frá janúar 2010 fram til febrúar 2015. Auk fastra mánaðarlauna hafði aðalstefnandi afnot af bifreið í eigu Álasunds og voru þau hlunnindi færð honum til tekna á launaseðlum.

Þá kemur fram í dómi héraðsdóms að lögregla hafi verið kölluð til á starfsstöð Álasunds, eftir deilur fyrrgreindra aðila.