Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup hættir sölu á eggjum frá Brúneggjum

Verslun Nettó við Krossmóa

Samkaup hefur hætt sölu á eggjum frá Brúneggj­um og hafa vörur fyrirtækisins þegar verið tek­nar úr sölu hjá versl­un­um Sam­kaupa. Samkaup rekur fjölda verslana á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni undir merkjunum Nettó, Kjör­búðin, Sunnu­búð, Kram­búð og Hólm­g­arður.

Stefán Ragn­ar Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa­sviðs Sam­kaupa sagði í sam­tali við mbl.is að eggin hafi þegar verið tekin úr sölu. Á vef mbl.is kemur fram að um var­an­lega ráðstöf­un sé að ræða.

„Það var tek­in ákvörðun um að taka egg­in úr sölu eldsnemma í morg­un [innsk blm.:29. nóv.]. Þá var byrgj­um til­kynnt að viðskipt­um yrði hætt,“ Sagði Stefán.

Lágvöruverðsverslanirnar Krónan og Bónus hafa einnig tilkynnt að verslanir þeirra muni hætta sölu á eggjum frá fyrrnefndum framleiðanda.