Nýjast á Local Suðurnes

Samið við Skólamat um skólamat

Reykjanesbær hefur samið við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar.

Verkið felst í því að framleiða matinn og afhenda á tilteknum tíma og framreiða ásamt samantekt (uppvask) og frágangi að máltíð lokinni ásamt því að farga úrgangi sem til fellur vegna verksins. Ganga skal út frá því að viðhöfð sé sjálfsskömmtun, þar sem börnin eru vön því frá leikskóla. Í tsamningnum er einnig gert ráð fyrir síðdegishressingu fyrir nemendur í frístundaskóla.

Tilboðið frá Skólamat hljóðaði upp á 567.171.765 krónur, en eitt annað tilboð barst í verkefnið, frá ISS, en það var um 60 milljón krónum hærra.