Nýjast á Local Suðurnes

Sameinað leigufélag tekur yfir 716 íbúðir á Ásbrú – Stefna á skráningu á markað

Leigu­fé­lagið Ása­byggð, á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurfluvelli, Ásbrú, sam­ein­ast Heima­völl­um leigu­fé­lagi og mun sam­einað fé­lag und­ir merkj­um Heima­valla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri og stefn­ir fé­lagið að skrán­ingu á hluta­bréfa­markað í lok næsta árs. Hið nýja sam­einaða fé­lag verður stærsta leigu­fé­lag lands­ins á al­menn­um markaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir einnig að Ása­byggð eigi 716 leigu­íbúðir á Ásbrú. Íbúðirn­ar hafa verið leigðar náms­mönn­um hjá Keili auk þess að vera leigðar á al­menn­um markaði.

Hlutaf­ar Heima­valla eru 59, meðal ann­ars fjár­fest­ing­ar­fé­lög, líf­eyr­is­sjóðir, trygg­inga­fé­lög og ein­stak­ling­ar. Við sam­ein­ingu fé­lag­anna er fyr­ir­hugað að viðhalda nú­ver­andi sam­starfi á Ásbrú­ar­svæðinu varðandi út­leigu og þjón­ustu við viðskipta­vini. Með tíð og tíma verða sam­starfs­samn­ing­ar end­ur­skoðaðir í ljósi þeirra breyt­inga sem verða á fé­lag­inu við sam­ein­ingu þess. Fyr­ir­tækjaráðgjöf Kviku banka er ráðgjafi eig­enda Ása­byggðar í fyr­ir­huguðum samruna. Eft­ir viðskipt­in bæt­ast fé­lög­in Klasi fjár­fest­ing hf., M75 ehf., Stota­læk­ur ehf., Gani ehf. og Snæ­ból ehf. í hlut­hafa­hóp Heima­valla.

Sam­an­lögð heild­ar­velta Ása­byggðar og Heima­valla á fyrri helm­ingi þessa árs var um 960 millj­ón­ir króna. Sam­einað fé­lag mun eiga og reka yfir tvö þúsund leigu­íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu, Akra­nesi, í Borg­ar­nesi, á Ísaf­irði, Ak­ur­eyri, Eg­ils­stöðum, Reyðarf­irði, Sel­fossi, í Hvera­gerði, Þor­láks­höfn, Grinda­vík og Reykja­nes­bæ. Starfs­menn sam­einaðs fé­lags verða 16 tals­ins í 14,5 stöðugild­um.