Nýjast á Local Suðurnes

Reykjaneshöfn óskar eftir greiðslufresti – Boðað til kröfuhafafundar

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar hef­ur hafnað ósk Reykja­nes­hafn­ar um fjár­mögn­un til að geta staðið við greiðslur skuld­bind­inga sem eru á gjald­daga þann 15. októ­ber nk. Að öllu óbreyttu mun því koma til greiðslu­falls á þeim tíma.

Hinn 2. októ­ber sl. óskaði Reykja­nes­höfn eft­ir fjár­mögn­un en í morg­un ákvað bæj­ar­ráð að hafna beiðninni.

Hafn­ar­stjórn Reykja­nes­hafn­ar hef­ur því ákveðið að óska eft­ir greiðslu­fresti og kyrr­stöðutíma­bili frá kröfu­höf­um til 30. nóv­em­ber næst­kom­andi. Boðað hef­ur verið til kröfu­hafa­fund­ar þann 14. októ­ber nk. þar sem farið verður yfir stöðuna og til­kynnt hvort kröfu­haf­ar hafi ákveðið að verða við ósk­inni. Þetta kemur fram í tilkynningu Reykjaneshafnar til Kauphallarinnar.

Kröfuhafafundur þann 14. október næstkomandi

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Hafnarstjórn Reykjaneshafnar hefur ákveðið að óska eftir greiðslufresti og kyrrstöðutímabili frá kröfuhöfum til 30. nóvember næstkomandi.. Jafnframt er boðað til kröfuhafafundar þann 14. október næstkomandi klukkan 10:00 í húsakynnum LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, Reykjavík. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál:

a) Kynning á fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar.

b) Tilkynnt um samþykki kröfuhafa á greiðslufresti og kyrrstöðutímabili.

c) Ákvörðun um fyrirkomulag viðræðna og skipan kröfuhafaráðs..

Að loknum fundi við kröfuhafa verður tilkynnt um hvort kröfuhafar hafi orðið við beiðni um greiðslufrest og kyrrstöðu.

Tilkynningu Reykjaneshafnar til Kauphallarinnar má finna í heild sinni hér.