sudurnes.net
Reykjaneshöfn fær lengri greiðslufrest - Local Sudurnes
Frestur Reykjaneshafnar til að ná samningum við kröfuhafa rann út í gær en alvarleg staða hefur verið í fjármálum hafnarinnar undanfarin ár. Í tilkynningu Reykjaneshafnar til Kauphallar þann 8. október var þess getið að til greiðslufalls kæmi, að öllu óbreyttu, á skuldbindingum hafnarinnar sem á gjalddaga voru þann 15. október síðastliðinn, kröfuhafar veittu Reykjaneshöfn greiðslufrest sem rann út í gær. Heimildir Local Suðurnes herma að kröfuhafar hafi í gær samþykkt að veita Reykjaneshöfn frest til greiðslu á gjalddaganum fram í miðjan janúar á næsta ári. Reykjaneshöfn hafði þann 2. október óskað eftir fjármögnun frá Reykjanesbæ til að geta staðið við greiðslur þessara skuldbindinga, þeirri ósk var hafnað af bæjarráði þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármögnun hafnarinnar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Höfnin hefur óskað eftir framlögum úr Hafnarbótasjóði Reykjaneshöfn hefur óskað eftir fjármunum til Helguvíkurhafnar úr Hafnarbótasjóði auk þess sem viðræður hafa staðið yfir milli bæjarins og stjórnvalda um sértæk framlög til hafnarinnar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði við vb.is að helsta umræðuefnið í viðræðunum við kröfuhafa Reykjaneshafnar snéri að því með hvaða hætti ríkið geti komið að uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Guðbrandur Einarsson, fulltrúi Beinnar leiðar í bæjarráði Reykjanesbæjar, segir við sama miðil að viðræður við ríkisvaldið vegna fjárfestinga í Helguvík hafi gengið [...]