sudurnes.net
Reykjaneshöfn fær greiðslufrest og veitir Thorsil frest í fimmta sinn - Local Sudurnes
Stjórn Reykjaneshafnar og kröfuhafaráð hafa nú komist að samkomulagi um framlengingu á samþykktum greiðslufresti og kyrrstöðutímabili til og með 15. apríl 2016. Þetta kemur fram í tilkynninu hafnarinnar til Kauphallarinnar í morgun. Þá hefur stjórn Reykjaneshafnar samþykkt að fresta fyrsta gjalddaga Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. Thorsil hafði fengið framlengdan frest til 15. mars en þarf nú ekki að greiða gjöldin fyrr en 15. maí næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem gjaldaganum er frestað. Þess má geta að Thorsil sem á dögunum gerði samining við verkfræðistofuna Mannvit um framkvæmdir fyrirtækisins í Helguvík, sem metinn er á um 5 milljarða króna, fær 30% afslátt af gatnagerðargjöldum í Helguvík. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkThorsil greiðir fyrstu greiðslu í októberHagnaður hjá ORF Líftækni í fyrsta sinn á 15 árumLánasjóður greiðir arð – Tugir milljóna til SuðurnesjaUndirrituðu viljayfirlýsingu um uppbyggingu á skipaþjónustuklasaReykjanesbæ ber að afhenda samninga við ThorsilBus4u bætir lúxus í flotannLandsvirkjun getur staðið við afhendingu á raforku til United SiliconDiamond Suites opnar í maí – Verður fyrsta fimm stjörnu hótel landsinsÞorbjörn hf. verðlaunað fyrir nýsköpun – Fullnýta sjávarfang í sinni framleiðslu