Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær semur við Securitas eftir örútboð

Reykjanesbær og Securitas hafa undirritað samning vegna vöktunar, úttektar, prófana og farandgæslu fyrir Reykjanesbæ, Tjarnargötu 12 ehf., Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. og Útlending ehf. Gegnið var til samninga eftir sameiginlegt örútboð fyrrgreindra aðila.

Ákveðið var að efna til sameiginlegs örútboðs á öryggisþjónustu þar sem samningar voru að renna út. Markmið örútboðsins var að semja bara við einn aðila í stað tveggja líkt og áður var, enda nokkuð óhagræði í því. Báðir þjónustuaðilar buðu í og voru bæði tilboðin undir kostnaðaráætlun. Samið var við Securitas, sem átti lægra tilboðið og er ávinningur samnings 2,4 milljónir á þeim þremur árum sem samningstíminn er. Heimilt er að framlengja samning tvisvar sinnum um eitt ár í senn.