Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær samþykkir 340 milljón króna tilboð í Seylubraut 1

Bæjaráð Reykjanesbæjar samþykkti kauptilboð frá K45 ehf. að fjárhæð kr. 340 milljónir í Seylubraut 1, á fundi sínum í gær. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra er fyrirtækið K45 ehf., með heimilisfesti í Innri-Njarðvík og stofnað snemma á síðasta ári. Tilgangur þess er rekstur hótel og gistiheimila með veitingaþjónustu, auk almennrar heildsölu.

Húsnæðið, sem er rúmlega 4.000 fermetrar að stærð og staðsett á um 15.000 fermetra lóð við Reykjanesbrautina hefur verið auglýst til sölu í töluverðan tíma.

Húsnæðið að Seylubraut 1 var upphaflega byggt undir trésmiðju, en Reykjanesbær hefur nýtt húsnæðið undir söfn og geymslur, auk þess sem þar var haldinn nytjamarkaður á tímabili. Brunabótamat hússins er 658 milljónir króna og fasteignamat 247 milljónir króna.