sudurnes.net
Panama- og Tortólafyrirtæki í Garði - "Ætluðum að sigra heiminn" - Local Sudurnes
Fiskverkandi og kaupsýslumaður í Garði, kemur fyrir í Panamaskjölunum svokölluðu, en hann á, eða átti, hlut félaginu Huskon International, sem skráð er í Panama. Fiskverkandinn átti einnig hlut í fyrirtækinu Arctic Circle Invest, sem skráð er á Tortólu. Gögn í upphaflegu Panamagögnunum sýndu að fjölmörg fyrirtæki tengdust heimilisfangi fiskverkandans í Garði, það leiðréttist þó nokkrum dögum síðar. Fiskverkandinn, sem meðal annars rekur fiskverkunina Cod ehf., hér á landi, segir í samtali við Reykjavík Media, að fyrrnefnda fyrirtækið hafi verið stofnað til að selja skip sem keypt voru í Rússlandi. Hann segir að það hafi selt alls þrjú skip meðan það starfaði. Eitt skipið var selt á 4,25 milljónir evra, rúman hálfan milljarð króna, til norsks skipafélags árið 2008. „Við vorum með viðskipti í Rússlandi og þetta voru ráðleggingar innan úr bankakerfinu [Landsbankanum] að fara þessa leið. Við keyptum bara skip og seldum í gegnum þetta félag. Við vorum ekki með neina útgerð í þessu. Þetta voru þrjú skip sem við seldum, eitt fyrir hrun og annað eftir hrun.“ Segir fiskverkandinn. Fiskverkandinn úr Garði segir að skattaleg áhrif af notkun félagsins hafi ekki verið nein; félagið hafi greitt skatta á Íslandi. „Við gerðum þetta svona til að sleppa við að setja skipin á íslenskan fána. [...]