sudurnes.net
Opna tvo Dunk­in Donuts á Suðurnesjum á næstu vikum - Local Sudurnes
Tveir nýir Dunk­in Donuts staðir verða opnaðir hér á landi á næstu vik­um, í Fitj­um í Reykja­nes­bæ og í komu­sal flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar. „Á flug­vell­in­um verður staður­inn hluti af versl­un 10-11, svipuð hug­mynd og í Hlíðasmára,“ seg­ir Sig­urður Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Dunk­in Donuts á Íslandi í sam­tali við mbl.is. Á Fitj­um verður 10-11 búð þar minnkuð og gert pláss fyr­ir Dunk­in Donuts. Sá staður verður stærri en á flug­vell­in­um með góðri sætisaðstöðu að sögn Sig­urðar. Þar verður líka opnaður heils­ustaður­inn Gin­ger sem er þegar inni í versl­un 10-11 í Ármúla. Bæði Gin­ger og Dunk­in Donuts hér á landi eru í eigu 10-11. Sig­urður seg­ir stefnt að því að opna staðinn á Fitj­um um miðjan mánuðinn en á flug­vell­in­um í lok mánaðar eða byrj­un sept­em­ber. Meira frá SuðurnesjumDunkin‘ Donuts lokar sölustöðumRöð út úr dyrum við opnun Dunkin’ Donuts á FitjumDunkin´Donuts opnar á Fitjum í júníMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkVilja gera grindvíska togara umhverfisvænni með nýrri tækniHagnaður hjá Kölku – Mikil aukning á endurvinnslustöðvumRán í Hafnarfirði og Gylfi Ægis eru á meðal pælinga Árna Árna á föstudegiWOW-air flýgur til Cork – Keppa við Aer Lingus um farþega til AmeríkuGagnaver á Suðurnesjum malar gull á Bitcoin-námumSemja við Byggingarfélag Gylfa og Gunnars um [...]