sudurnes.net
Opna Krakkaland á Ásbrú - Hoppukastalar og aðstaða fyrir barnaafmæli - Local Sudurnes
Til stendur að opna um það bil 500 fermetra Krakkaland upp á Ásbrú á næstunni, um er að ræða aðstöðu svipaða þeirri sem boðið var upp á í Innileikjagarðinum, sem til stendur að loka á næstunni. Að sögn forsvarsmanna verkefnisins, sem er enn á undirbúningsstigi verður boðið uppá hoppukastala og fleira skemmtilegt fyrir börn að 12 ára aldri. Þá verður hægt að leigja aðstöðuna undir barnaafmæli, hvar boðið verður upp á léttar máltíðir og annað sem fylgir slíkum viðburðum. Að sögn forsvarsmanna verður verði fyrir þessa þjónustu stillt í hóf. Einnig verður í boði fyrir foreldra að koma með börnin og setjast niður í flottri aðstöðu, fá sér kaffi og jafnvel læra á meðan börnin fá útrás. Nánari upplýsingar um Krakkaland er að finna á Facebook-síðu verkefnisins, en þar verður tilkynnt um opnunina, sem áætluð er um miðjan febrúar, og það sem í boði verður. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkFyrirlestur um Facebook markaðssetningu í boði Pipar/TBWABjóða út lagningu á fráveitu í HelguvíkurhöfnIsavia kynnir nýja skýrslu um uppbyggingu KeflavíkurflugvallarMilljón farþegar með strætóum Isavia – Hafa keypt 13 nýjar rúturVerðmætasköpun í atvinnulífinu og uppistand – Haustfundur Heklunnar í dagVilja nýta flugstöðina betur – Bjóða um 25% afslátt af farþegagjöldumSala áfengis [...]