Nýjast á Local Suðurnes

Opið fyrir umsóknir í Startup Tourism – 10 sprotafyrirtæki fá tækifæri til þróunar

Viðskipta­hraðallinn Startup Tourism sem settur var á laggirnar á síðasta ári er ætlað að styðja framgang nýrra viðskiptahugmynda og sprota­fyrirtækja í ferðaþjónustu stendur fyrir kynningarviðburði fyrir þá sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu fimmtudaginn 8. desember kl 16:00 í Háskólanum í Reykjavík.

Start­up Tourism er tíu vikna við­skiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.

Isavia, Bláa Lónið, Íslandsbanki og Vodafone eru bakhjarlar verkefnisins, en Ice­landic Startups með framkvæmdina í samstarfi við Íslenska ferðaklas­ann. Hægt er að sækja um þátttöku á vefsíðu verkefnisins og er opið er fyrir umsóknir fram til 16. janúar 2017.