Nýjast á Local Suðurnes

Nesfiskur og samstarfsaðilar kaupa Icelandic Ibérica

Frá fiskvinnslu Nesfisks

Fyrirtæki í eigu Nesfisks, Jakob Valgeirs og Fisk-Seafood, Solo seafood ehf., hefur fest kaup á Icelandic Ibérica, sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands. Fyrrgreindir framleiðendur hafa um árabil selt vörur til veitingastaða í Suður-Evrópu fyrir milligöngu Icelandic Ibérica, og er markmið kaupenda að efla sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu, segir í fréttatilkynningu.

Selur félagið til meira en fjögur þúsund viðskiptavina í fimm löndum í Suður Evrópu, en það er einn helsti sölu- og dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi ásamt öðru frosnu sjávarfangi. Námu tekjur þess ríflega 100 milljónum evra á síðasta ári en starfsmenn þess eru um 140.