sudurnes.net
Nesfiskur lætur smíða nýjan frystitogara - Local Sudurnes
Nesfiskur í Garði hefur gert samning við skipasmíðastöðina Armon í Vigo á Spáni um smíði á rúmlega 66 metra löngum frystitogara og ráðgert er að smíðinni ljúki haustið 2021. Frá þessu er greint á vefsíðunni aflafrettir.is Skipið, sem verður gefið nafnið Baldvin Njálsson, er 66,3 metrar á lengd og 15 metrar á breidd og mun leysa Baldvin Njálsson GK 400 af hólmi. Djúprista skipsins verður um 7 metrar og það verður með skrúfu sem er 5 metrar í ummál. Snúningshraði hennar er lágur og skipið fyrir vikið sérlega sparneytið og verður í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki. Nesfiskur gerir nú út einn frystitogara, tvo ísfisktogara, þrjá snurvoðarbáta og tvo línubáta. Fyrirtækið er með frystingu, ferskfiskvinnslu, saltfiskverkun, skreiða og hausaþurrkun í Garði og frystingu og ferskfiskvinnslu í Sandgerði. Meira frá SuðurnesjumFimm milljarða Baldvin afhentur á næstu dögumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkPanama- og Tortólafyrirtæki í Garði – “Ætluðum að sigra heiminn”Lánasjóður greiðir arð – Tugir milljóna til SuðurnesjaVilja flytja starfsemi Ísaga í Voga – 28 manns starfa hjá fyrirtækinuNesfiskur fékk sekt vegna verkfallsbrota – “Enginn sem er í verkfalli er á sjó”Stakkavík kaupir Örn GK ásamt kvótaFramkvæmd upp á rúman milljarð bíður þess að deiliskipulag verði samþykktLagaleg óvissa vegna sölu á Óla á Stað [...]