sudurnes.net
Milljarða styrkur frá Evrópusambandinu í rannsóknir á Reykjanesi - Local Sudurnes
Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, hefur veitt styrk upp á tæpar tuttugu milljónir evra til rannsókna og þróunar við jarðhitanýtingu á Reykjanesi og í suður Frakklandi. Verkefnið er leitt af HS Orku en auk þeirra standa Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), Landsvirkjun, og GEORG að verkefninu sem og þátttakendur frá Frakkalandi, Þýskalandi, Ítalíu og Noregi. Þetta er stærsti einstaki styrkur sem veittur hefur verið til verkefnis undir íslenskri stjórn í Horizon 2020 og mun 45% af styrknum eða um 1,3 milljarðar nýtast beint til rannsókna á Íslandi. Rannsóknarverkefnið kallast DEEPEGS og er styrktímabilið til 4 ára. Um mitt næsta ár er fyrirhugað að 2,5 km djúp vinnsluhola á Reykjanesi verði hreinsuð, fóðruð djúpt með steyptri stálfóðringu niður fyrir 3 km, og síðan dýpkuð í 4-5 km dýpi. Niðurdæling og vinnslutilraunir munu síðan standa yfir næstu 2 árin á eftir eða svo. Tilgangur með rannsóknarverkefninu DEEPEGS er að sýna fram á að framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem örvuð eru með hjálparaðgerðum af einhverju tagi. Með niðurdælingu vatns um 5 km djúpar borholur niður í funheitt berg má að líkindum vinna varmann úr berginu upp úr nálægum grynnri borholum. Franski hluti verkefnisins gengur út á að sýna fram á slíka vinnslu á tveimur [...]