Nýjast á Local Suðurnes

Meirihlutinn í HS Orku seldur á 37 milljarða króna

Fjárfestingarsjóðurinn Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA) hefur keypt 53,2% hlut í HS Orku fyrir 304,8 milljónir dollara, andvirði 37 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að MIRA, sem er með höfuðstöðvar í London sé stærsti fjárfestingarsjóður heims á sviði innviða. 100 milljón manns noti vegi, flugvelli, hafnir, hita- og orkuveitur, og aðra innviði í eigu félagsins á hverjum degi.