sudurnes.net
Marriott hótel opnar í Reykjanesbæ á næsta ári - Framkvæmdir hefjast strax - Local Sudurnes
Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Fyrsta skóflustungan að hótelinu verður tekin í dag en framkvæmdir hefjast strax í kjölfarið og er fjármögnun verkefnisins að fullu lokið. Stefnt er að opnun hótelsins eftir rúmt ár eða haustið 2019. Forsvarsmenn hótelsins telja að mikill vöxtur í tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll kalli á stórt flugvallarhótel undir alþjóðlegu vörumerki. Marriott er stærsta hótelkeðja heims með yfir 6500 hótel og 30 vörumerki í rekstri. Þar af eru rúmlega 1.100 Courtyard hótel og er þau meðal annars að finna við helstu flugvelli í Evrópu. Þá er Marriott keðjan einnig um þessar mundir að undirbúa opnun fimm stjörnu hótels við hlið Hörpu. Sérleyfishafi Courtyard hótelsins verður hið íslenska Capital Hotels sem þegar rekur fjögur hótel í Reykjavík og eitt í Borgarnesi. Courtyard by Marriott hótelin eru þriggja stjörnu. Gestir hafa aðgang að fjölbreyttri funda- og veitingaaðstöðu, verslun sem er opin allan sólarhringinn og bistró-veitingastað auk líkamsræktaraðstöðu. Stutt er frá hótelinu að athafnasvæði allra helstu bílaleiga við flugvöllinn. Mynd: Aðaltorg ehf – Séð yfir flugvallarsvæðið af byggingarreit hótelsins. Byggingaraðili hótelsins er fyrirtækið Aðaltorg ehf. í Reykjanesbæ en fyrsti áfangi í fasteignaþróun félagsins við samnefnt Aðaltorg var eldsneytisstöð og hóf [...]