Nýjast á Local Suðurnes

Kröfuhafar Reykjaneshafnar framlengja í fimmta skipti

Kröfuhafar Reykjaneshafnar hafa samþykkt að framlengja greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 15. mars 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Reykjaneshafnar til Kauphallarinnar. Þetta er í fimmta skipti sem kröfurhafar framlengja, en skuldabréf Reykjaneshafnar voru upphaflega á gjalddaga þann 15. október.

Síðast var framlengt í sömu lánum þann 31. janúar síðastliðinn en þá var framlengt til 15. febrúar. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir umræddum skuldabréfum.