sudurnes.net
Kísilver Thorsil fær starfsleyfi - Local Sudurnes
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi sem heimilar Thorsil rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ, þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í tilkynningu frá Thorsil er haft eftir John Fenger stjórnarformanni fyrirtækisins að þetta sé mikilvægur áfangi í að gera verksmiðjuna að veruleika. Tvær stofnanir hafi nú staðfest að umhverfisáhrif verði vel innan allra æskilegra og leyfilegra marka. Áætlað er að framkvæmdirnar hefjist í byrjun næsta árs, og að starfsemin hefjist árið 2018. Reyndar er það ekki öruggt ennþá því Reykjanesbær hefur ákveðið, að kröfu ríflega tuttugu og fimm prósent íbúa, að kosning fari fram um hvort leyfa eigi þessa starfsemi. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkTæplega 9 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll árið 2017Vilja laða alþjóðleg fyrirtæki að KeflavíkurflugvelliEkkert fékkst upp í 830 milljóna króna kröfur á S-14Forvalsmálið frá A-Ö: Hefur kostað Kaffitár og Isavia milljónir krónaHagnaður Kaffitárs lækkar mikið – Eigið fé fyrirtækisins 350 milljónirÞriggja mánaða töf á nýjum vef Reykjanesbæjar – Verkið á kostnaðaráætlunValdís hagnaðist um tæpar 40 milljónir krónaAfkoma Isavia í takt við áætlanir – Heildarafkoman jákvæð um 1.571 milljón krónaMethagnaður hjá leigurisa – Undirbúa skráningu á markað