Nýjast á Local Suðurnes

Kísilver Thorsil fær starfsleyfi

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi sem heimilar Thorsil rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ, þetta kemur fram í fréttum RÚV.

Í tilkynningu frá Thorsil er haft eftir John Fenger stjórnarformanni fyrirtækisins að þetta sé mikilvægur áfangi í að gera verksmiðjuna að veruleika. Tvær stofnanir hafi nú staðfest að umhverfisáhrif verði vel innan allra æskilegra og leyfilegra marka.

Áætlað er að framkvæmdirnar hefjist í byrjun næsta árs, og að starfsemin hefjist árið 2018. Reyndar er það ekki öruggt ennþá því Reykjanesbær hefur ákveðið, að kröfu ríflega tuttugu og fimm prósent íbúa, að kosning fari fram um hvort leyfa eigi þessa starfsemi.