sudurnes.net
Kísilver í fjárhagskrísu - Magnús yfirgefur stjórn USi og óvissa um fjármögnun Thorsil - Local Sudurnes
Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon, er hættur í stjórn fyrirtækisins sem rekur umdeildustu verksmiðju landsins í Helguvík. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefur tekið sæti Magnúsar á stjórnarfundum ásamt Ingu Birnu Barkardóttur, starfsmanni Alvotech, en þær settust báðar í stjórn félagsins í janúar síðastliðnum ásamt Jakob Bjarnasyni, starfsmanni LBI. Heimildir Suðurnes.net herma að Arionbanki, stærsti lánveitandi verkefnisins, fylgist vel með fjárhagsstöðu kísilversins og hafi gert kröfu um stjórnarbreytingarnar. Þá herma heimildir Suðurnes.net einnig að óformlegar viðræður hafi farið fram varðandi yfirtöku annara aðila á rekstri United Silicon í Helguvík. Það fékkst þó ekki staðfest hjá Arionbanka, en fjölmiðlafulltrúi bankans, Haraldur Guðni Eiðsson, bar við bankaleynd í svari við fyrirspurn Suðurnes.net, og því væri ekki hægt að gefa upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptavina bankans – Rétt er að taka fram að Haraldur neitaði því þó alfarið að formlegar viðræður um yfirtöku annara aðila á rekstri fyrirtækisins hafi átt sér stað. Fjármögnun Thorsil á byrjunarreit Arionbanki er einnig einn af stærstu lánveitendum Thorsil, sem áformar byggingu kísilvers í Helguvík, en óvissa ríkir með framtíð þess verkefnis. Nokkrir lífeyrissjóðir höfðu boðað þátttöku í verkefninu, en í ljósi stöðu á leyfismálum fyrirtækisins og vandræða United Silicon í Helguvík hafa flestir dregið loforð um fjármögnun til [...]