Nýjast á Local Suðurnes

Keilir kaupir Flugskóla Íslands

Flugaka­demía Keil­is hef­ur fest kaup á Flug­skóla Íslands og er sam­an­lagður fjöldi nem­enda í flug­skól­un­um á fimmta hundrað, að því er seg­ir í ­til­kynn­ingu.

Ekki er gert ráð fyr­ir mikl­um breyt­ing­um á starf­semi skól­anna í fyrstu og mun verk­leg flug­kennsla fara fram bæði á Kefla­vík­ur- og Reykja­vík­ur­flug­velli. Þá seg­ir að vinna við að efla starfs­stöðvar á lands­byggðinni muni halda áfram, eru í því sam­hengi nefnd­ar starfs­stöðvar á Sel­fossi og Sauðár­króki.

„Við erum af­skap­lega ánægðir með kaup­in og telj­um þau styrkja mjög flug­kennslu á land­inu. Flugaka­demía Keil­is er ung að árum en hef­ur vaxið hratt og mun sú mikla reynsla og þekk­ing stjórn­enda og kenn­ara Flug­skóla Íslands hafa já­kvæð áhrif á það starf sem við höf­um byggt upp und­an­far­in ár,“ seg­ir Rún­ar Árna­son, for­stöðumaður Flugaka­demíu Keil­is.