Nýjast á Local Suðurnes

Kaffitár sett í söluferli – Tap á rekstrinum undanfarin ár

Verksmiðja Kaffitárs í Reykjanesbæ

Kaffihúsakeðjan Kaffitár, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, verksmiðju á Suðurnesjum auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka.

Kaffitár var stofnað árið 1990 og hefur rekstur þess verið þungur undanfarin ár og hefur tap síðustu tveggja ára verið um 30 milljónir króna, en fyrirtækið skilaði síðast hagnaði árið 2013. Velta fyrirtækisins árið 2016 var rétt um 1,1 milljarður króna.

Þá urðu forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi.