Nýjast á Local Suðurnes

Kaffitár lokar á Stapabraut

Ákveðið hefur verið að loka kaffihúsi Kafftárs á Stapabraut og nýta húsnæðið fyrir aðra starfsemi fyrirtækisins. Töluverðar breytingar hafa orðið á kaffihúsarekstri fyrirtækisins undanfarin misseri, en fyrirtækið tapaði miklum fjármunum á síðasta ári eftir forval vegna útboðs á aðstöðu á Keflavíkurflugvelli þar sem fyrirtækið missti aðstöðu sína. Kaffitár lokaði kaffihúsi sínu í Smáralind og opnaði kaffihúsið Út í bláinn í Perlunni. Þá tók nýr forstjóri við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár.

Fyrirtækið mun þó þjónusta viðskiptavini eftir fremsta megni á Stapabraut, þar sem framleiðsla fyrirtækisins fer fram og hægt verður að kaupa vörur fyrirtækisins á staðnum, segir í tilkynningu á vef fyrirtækisins.