sudurnes.net
Kaffitár krefst þess að sýslumaður sæki gögn til Isavia - Local Sudurnes
Kaffitár hefur óskað aðstoðar sýslumanns við að fá gögn, sem varða opinbera samkeppni um leigurými í Flugstöð Leif Eiríkssonar, afhent frá Isavia. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaffitári sem birt á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að forsaga málsins sé sú að Isavia vildi ekki una úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að fyrirtækið skyldi afhenda Kaffitári tilboð og fylgiskjöl fjögurra fyrirtækja sem auk Kaffitárs kepptu um leigurými í flugstöðinni. Þá hafi Isavia verið gert að afhenda einkunnir allra fjögurra fyrirtækjanna sem tóku þátt í samkeppninni. „Úrskurðarnefnd vísaði frá kröfu Kaffitárs um aðgang að gögnum sem vörpuðu ljósi á þær einkunnir sem einstakar tillögur fengu í ferlinu þar sem Isavia upplýsti með bréfi dags. 6. febrúar 2015 að engin gögn væru til hjá félaginu til rökstuðnings á einkunnum tillagna fyrirtækja. Nefndin taldi að án aðgangs að einkunnum, tilboðum og fylgiskjölum væri lögvarinn réttur tekin af Kaffitári til að ganga úr skugga um hvort almennar reglur útboðs- og stjórnsýsluréttar hafi verið virtar í samkeppninni,“ segir í tilkynningunni. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkGagnaver á Suðurnesjum malar gull á Bitcoin-námumEng­in viðskipta­leg rök í að lækka verð í Bláa LóniðBjóða út aðstöðu hópferðabifreiða og miðasölu innanhúss í FLE – Samið [...]