Nýjast á Local Suðurnes

Kaffitár í neðsta sæti í forvali um veitingasölu í FLE – Hafa ekki afhent öll gögn

Kaffitár, sem rak tvö kaffihús í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, lenti í neðsta sæti í forvali, sem efnt var til um rekstur veitingahúsa í flugstöðinni. Miklar deilur hafa staðið yfir á milli fyrirtækisins og rekstraaðila flugstöðvarinnar, Isavia, undanfarin misseri vegna forvalsins.

Keppn­in sam­an­stóð af tveim­ur hlut­um, ann­ars veg­ar tækni­leg­um, þar sem matið er hug­læg­ara, og hins veg­ar fjár­hags­leg­um, þar sem auðveld­ara er að bera um­sókn­ir sam­an. Þetta kemur fram í viðtali við Aðalheiði Héðinsdóttur, framkvæmdastjóra Kaffitárs á mbl.is.

„Við erum svo gáttuð á þess­um vinnu­brögðum og á því að op­in­bert fé­lag skuli kom­ast upp með að koma svona fram við okk­ur. Vegna þess að þeim ber skylda til að fara vel með al­manna­fé og að gæta jafn­ræðis í einu og öllu,“

„Ferlið sjálft sýn­ist manni samt vera meingallað,“ seg­ir hún og bæt­ir við að Kaffitár hafi til dæm­is verið í neðsta sæti í fjár­hags­hlut­an­um og að áber­andi sé hversu fá stig Kaffitár fékk fyr­ir þann hluta.

Þá kemur einnig fram að Isavia hafi ekki afhent öll gögn sem snúa að forvalinu, en Isa­via af­henti Kaffitári gögn úr sam­keppni um versl­un­ar­rými í Leifs­stöð fyr­ir helgi eft­ir tveggja ára bar­áttu fyr­ir dóm­stól­um. Isa­via af­henti þó ekki öll gögn­in og það sem varðar for­valið, þ.e. fyrsta hluta sam­keppn­inn­ar, vant­ar ennþá. Gögn­in eru hins veg­ar hvorki und­an­skil­in í úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­ing­ar­mál, í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur, né í Hæsta­rétt­ar­dómi sem fallið hef­ur í mál­inu.

Kaffitár gaf Isa­via frest út gær­dag­inn í beiðni sinni, til að afhenda það sem upp á vantar. Isa­via brást hins veg­ar ekki við þessu og hef­ur ekk­ert svar borist.