Nýjast á Local Suðurnes

Kadeco tapaði 730 milljónum króna

Rúmlega 730 milljóna króna tap var á rekstri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, á síðasta ári, en ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 var lagður fram og staðfestur af stjórn á aðalfundi félagsins í sumar.

Töluverður viðsnúningur hefur því orðið á rekstri félagsins nú þegar sölu á þeim eignum sem félagið hafði til umráða er að mestu lokið, en tæplega 600 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum árið á undan.