Nýjast á Local Suðurnes

Ístak bauð lægst í stækkun norðurbyggingar FLE

Verktakafyrirtækið Ístak átti lægsta tilboð í stækkun norðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en tilboðin voru opnuð í gær. Verkið felst í jarðvinnu, burðarvirki, þaki, ytri og innri frágangi ásamt tæknikerfum og lóðafrágangi annarsvegar fyrir um 3.700 m2 viðbyggingu til suðvesturs og hinsvegar fyrir um 900m2 viðbyggingu til suðausturs og skal verkinu að fullu lokið í júlí 2016.

Tilboð Ístaks hljóðar uppá kr. 1.218.518.900. Tvö önnur fyrirtæki buðust til að vinna verkið fyrir hærri upphæð, LNS Saga og Íslenskir Aðalverktakar hf.. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1.266.223.802.