sudurnes.net
Isavia sameinar vörumerki og breytir um ásýnd - Local Sudurnes
Undanfarin rúm fimm ár hefur starfsemi Isavia verið rekin undir tveimur vörumerkjum, annars vegar merki Keflavíkurflugvallar og Isavia hins vegar. Nú hefur farið fram ítarleg vinna við stefnumótun og framtíðarsýn og hefur félagið öðlast nýja og sameiginlega ásýnd. Sameining vörumerkja Isavia og Keflavíkurflugvallar er gerð að fyrirmynd norrænna systurfyrirtækja Isavia. Kostir hinnar nýju sameiginlegu ásýndar eru margir. Nú verður hægt að markaðssetja millilandaflugvellina sem félagið rekur, Keflavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll saman. Nú mun einnig sú mikla vinna sem unnin hefur verið í markaðssetningu á Keflavíkurflugvelli nýtast hinum völlunum og hægara verður um vik að halda áfram þeirri markaðssetningu sem fyrirtækið hefur staðið fyrir á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem millilandaflugvöllum. Nýtt merki Isavia Þá mun það að kynna alla starfsemina undir sama merki, og með tíð og tíma á sömu vefsíðu, auka vitneskju erlendra ferðamanna um innanlandsflugvallakerfið og hafa þannig jákvæð áhrif á farþegaaukningu um innanlandsflugvellina. Um 1,5 milljón gesta heimsækja núverandi vefsíðu Keflavíkurflugvallar árlega og þegar sameiginlegur vefur verður tilbúinn mun þessi fjöldi eiga auðveldara með að sjá hvaða kosti innanlandsflug hefur upp á að bjóða. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkMögulegt greiðslufall hjá ReykjaneshöfnKröfuhafar Reykjaneshafnar framlengja í fimmta skiptiSparisjóðsstjóri hafði rúmar heimildir til útlána miðað við [...]