sudurnes.net
HS Orka getur ekki tekið þátt í stóriðjuverkefnum - Local Sudurnes
HS Orka getur hvorki selt rafmagn sem fyrirtækið framleiðir eða nýtt virkjanakosti í nýtingarflokki til að búa til nýtt rafmagn til orkufrekra verkefna sökum þess að það er bundið í orkusölusamningi vegna álvers í Helguvík, þetta kemur fram í fréttaskýringu Kjarnans um málefni HS Orku. Kjarninn hafði áður greint frá því að HS Orka hefði hafið gerðardómsferli til að losna undan orkusölusamningum sem fyrirtækið undirritaði við Norðurál í apríl 2007 vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Vinni HS Orka málið má teljast fullvíst að álver Norðuráls í Helguvík sé endanlega úr sögunni. Málsrök voru þau að ákvæði orkusölusamningsins hafi ekki verið uppfyllt og þar með sé hann ekki lengur í gildi. Norðurál telur þetta ekki rétt og ætlar að taka til varna. Niðurstaða í gerðadómsmálinu á að liggja fyrir sumarið 2016. Þangað til gerir HS Orka lítið. Meira frá SuðurnesjumTveggja milljarða króna fjárfesting HS Orku safnar rykiMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkByggingarisi hagnast um milljarð: “Tækifærin eru á Suðurnesjum”Íslandsbleikja flytur í Sandgerði – Byggja upp nýja vinnslu af fullkomnustu gerðMilljarðarnir streyma í vasa hluthafa HS Orku – Greiða 1,4 milljarða í arðLaun hjá USi mun hærri en þingmaður fullyrðir – Versla við fjölmörg fyrirtæki í ReykjanesbæÓþekktu milljarðamæringarnir kaupa fasteignir á Ásbrú [...]