sudurnes.net
Hótuðu að hætta vinnu við kísilver í Helguvík - "Engar deilur," segir framkvæmdastjóri - Local Sudurnes
Verktakafyrirtækið ÍAV, sem er aðalverktaki við byggingu kísilvers United Silicon í Helguvík hótaði að hætta vinnu við byggingu verksmiðjunnar í gær ef ekki yrði gengið frá greiðslum upp á hundruð milljóna króna vegna útistandandi reikninga. Heimildir Suðurnes.net herma að deilur fyrirtækjanna tveggja snúist um ógreidda reikninga sem forráðamenn United Silicon neita að greiða vegna deilna um tafir á verkinu, en upphaflega átti að hefja framleiðslu í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net er heildarskuld United Silicon við ÍAV nokkur hundruð milljónir króna en að deilurnar í gær hafi snúist um tæplega 200 milljón króna reikninga, sem fyrrnefnda fyrirtækið neitar að greiða, vegna tafa. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net var málið komið í þann farveg að verktakar voru farnir að fjarlægja efni og tæki af vinnusvæðinu í Helguvík. DV.is greindi svo frá því í morgun að samkomulag hefði náðst um að ÍAV myndu klára fyrsta áfanga verksmiðjunnar, þannig að prufukeyrsla geti hafist í lok júní og framleiðsla gæti síðan hafist í lok júlí næstkomandi, eins og stefnt er að. Magnús Garðarsson framkvæmdastjóri United Silicon segir engar deilur vera í gangi við verktaka lengur, málin hafi verið leyst í gær, deilurnar hafi snúist um að verkkaupi hafi ekki verið ánægður með hraðann á verkefninu. “Thað eru engar deilur á milli okkar [...]