Nýjast á Local Suðurnes

Hætta við að sameina útgerðarisa

Viðræðum um formlega sameiningu sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar í Grindavík hefur verið hætt. Yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er í fjölmiðlum í dag. Sameiningarviðræður hófust seint á síðasta ári og voru fjölmargir vinnuhópar skipaðir til að skoða alla snertifleti. Vinnuhóparnir hafa nú skilað inn tillögum sínum og í kjölfar þess var hætt við frekari viðræður. Samstarf fyrirtækjanna tveggja sem reka meðal annars Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi í sameiningu mun áfram verða á góðum nótum og ekki er ólíklegt að reynt verði við sameiningu síðar.