sudurnes.net
Hækka leiguverð um tugi þúsunda á mánuði með tveggja daga fyrirvara - Local Sudurnes
Dæmi eru um að leigufélagið Tjarnarverk ehf., sem nýlega festi kaup á fjölda fasteigna á Suðurnesjum af Íbúðarlánasjóði, muni hækka leiguverð á íbúðum sínum um allt að 60 þúsund krónur á mánuði. Fyrirtækið tilkynnti leigjendum um hækkunina með ábyrgðarbréfi, en samkvæmt bréfinu tekur nýtt leiguverð gildi þann 1. júlí. Í bréfinu sem Local Suðurnes hefur undir höndum og barst leigjanda sem ekki vildi koma fram undir nafni tilkynnir fyrirtækið hækkun sína með tveggja daga fyrirvara, í þessu tilfelli hljómar hækkunin uppá tæpar 60 þúsund krónur en leigjendur sem LS hefur haft samband við nefna hækkun upp á allt að 100 þúsund krónur. Í bréfinu sem barst leigjendum segir meðal annars: „Frá og með 01.07.2015 mun leiguverð breytast þar sem Tjarnarverk ehf. Hefur keypt reksturinn af Íbúðarlánasjóði og er þitt leigufélag í dag. Því ber að tilkynna að endurnýja þarf húsaleigusamning við leigjendur. Fermetraverð mun breytast (sjá samning). Húsaleiga verður áfram tengd neysluvísitölu og endurskoðast á 1. árs fresti.“ Leigufélagið keypti meðal annars íbúðir í Tjarnarhverfi Einn af leigjendunum sem Local Suðurnes ræddi við fannst tæplega 60 þúsund króna hækkun vera full mikið: „Minn samningur – Sem ég vil meina að sé enn í gildi því honum hefur ekki verið sagt upp, hljómar [...]