sudurnes.net
Hægt að senda inn hvaða hugmynd sem er - frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer af stað - Local Sudurnes
Stærsta frumkvöðlakeppni landsins, Gulleggið, er að fara af stað í níunda sinn. Hægt er að senda inn hugmyndir til 20. janúar næstkomandi en úr hópi umsókna verða tíu hugmyndir frumkvöðla valdar sem verða kynntar fyrir fjárfestum. Nokkur fyrirtæki af Suðurnesjum hafa tekið þátt í Gullegginu í gegnum tíðina og náð góðum árangri í kjölfarið, meðal annars GeoSilica sem staðsett er á Ásbrú og framleiðir snyrtivörur úr kísil, Mekano ehf. sem lenti í öðru sæti á síðasta ári og stefnir á að hefja framleiðslu á nýrri tegund fjöltengja og ReMake Electric sem bar sigur úr býtum í keppninni árið 2010. Keppnin er opin öllum og hægt er að senda inn hvaða hugmynd sem er, fyrir 20. janúar næstkomandi. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSuðurnesjafyrirtækið Zeto í þriðja sæti Gulleggsins 2016Sbarro valið til veitingasölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumarKísilver í gjörgæslu bankastofnana – Reynsluboltar taka sæti í stjórn USi í HelguvíkArion og lífeyrissjóðir taka yfir 98% af hlutafé United SiliconGreiddi 200 milljónir króna fyrir Hótel Berg – Miklir möguleikar á stækkunKísilver í fjárhagskrísu – Magnús yfirgefur stjórn USi og óvissa um fjármögnun ThorsilEinn stofnenda Tjarnarverks ætlaði að græða á fasteignabraskiBláa lónið og HS Orka leggja 20 milljónir í [...]