Nýjast á Local Suðurnes

Greiða ekki 100 milljóna lóðargjöld vegna tafa á framkvæmdum við hafnargerð

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Geysir Capital, sem er í eigu hollenska félagsins USI Holding BV, hefur enn ekki greitt hluta af kaupverði lóðar í Helguvík, um 100 milljóna króna, en félagið átti að greiða umrædda upphæð í nóvember árið 2014. Félagið hafði áður greitt hluta kaupverðsins, eða 200 milljónir króna.

Þetta kemur fram í samantekt DV um málefni Reykjaneshafnar. Um er að ræða lóð undir kísilver United Silicon og samkvæmt upplýsingum DV hefur félagið rökstutt vanskilin með vísun í að Reykjaneshöfn hafi ekki staðið við ákvæði samnings um framkvæmdir við hafnargerð í Helguvík.