Nýjast á Local Suðurnes

Góð afkoma og sætanýting hjá Icelandair

Rekstrarhagnaður (EBITDA) Icelandair Group fyrir árið 2015 verður um 3 milljörðum króna meiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi árs en rekstrarhagnaður félagsins á öðrum fjórðungi jókst um 5 milljónir dala frá öðrum fjórðungi í fyrra en rekstrarhagnaðurinn var 50,3 milljónir dala. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins vegna annars fjórðungs.

Sætanýting félagsins var um 82 prósent sem er aukning um 1,8 prósentustig á milli ára.

„Helsta skýringin á góðu gengi félagsins er arðbær innri vöxtur í millilandastarfsemi félagsins. Framboð í millilandafluginu var aukið um 15 prósent á fjórðungnum samanborið við síðasta ár og á sama tíma fjölgaði farþegum um 17 prósent,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í afkomutilkynningunni.