Nýjast á Local Suðurnes

Glens, gaman og tilboð þegar Nettó opnar nýja verslun

Ný Nettó verslun opnar á föstudag í efri byggðum Kópavogs

Verslun Nettó við Krossmóa

Nettó færir út kvíarnar og opnar nýja verslun í Búðakór í Kópavogi á föstudag. Staðsetningin er þó ekki ný af nálinni hjá fyrirtækinu því í Búðarkór var áður Samkap-Strax verslun.

„Við höfum góða reynslu af því að þjóna íbúum í efri byggðum Kópavogs og töldum mikilvægt að Kórahverfið fengi sína Nettó verslun rétt eins og Salahverfið. Þetta eru hverfi í hraðri uppbyggingu þar sem íbúarnir eru mikið ungt fjölskyldufólk sem mun taka því fagnandi að fá verslun með stærra vöruúrvali og vörur á samkeppnishæfu verði. Þetta er orðið ca. 4000 manna hverfi og við viljum vaxa með því,” segir Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa.

Samkaup er eins og kunnugt er eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins og rekur verslanir Nettó, Samkaup-Úrval og Samkaup-Strax um land allt.

Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Kórahverfinu og nærliggjandi byggðum í Kópavogi kallar á aukna þjónustu fyrir íbúa svæðisins, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Verslun Nettío í Búðakór opnar sem fyrr segir á morgun föstudag klukkan 10 og verður ýmist glens og gaman, grill, kynningar, tilboð og fleira í gangi, segir enn fremur í tilkynningunni.