Nýjast á Local Suðurnes

Geirmundur fyrir dómi: “Fól und­ir­manni mín­um að fram­kvæma þau mál sem hér er getið”

Aðalmeðferð máls­ gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Spari­sjóðsins í Kefla­vík fer fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Geir­mund­ur er ákærður fyr­ir tæplega 800 milljón króna umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga.

Geir­mund­ur tjáði sig að um þær sak­ir sem á hann eru born­ar, áður en skýrslutökur yfir honum hófust fyrir dómi og sagði meðal annars að ferlið hafi tekið úr hófi langan tíma.

„Ég fól und­ir­manni mín­um að fram­kvæma þau mál sem hér er getið, sem og hann gerði. Ég kom því ekk­ert nán­ar að þessu enda var það ekki í mín­um verka­hring,“ sagði Geir­mund­ur. Bætti hann við að tekið hefði veru­lega á hann að sitja und­ir þess­um ásök­un­um í fleiri ár, enda teldi hann að ferlið hefði tekið úr hófi lang­an tíma.

Baðst hann und­an frek­ari spurn­ing­um varðandi ákær­urn­ar, þar sem hann væri áður bú­inn að svara spurn­ing­um lög­reglu. Geir­mund­ur neita sök í mál­inu.

Mbl.is greinir frá og er ítarlega frétt að finna á miðlinum, þar sem forsaga málsins er meðal annars rakin.