sudurnes.net
Ganga til samninga við Ellert Skúlason um gerð göngustígs milli Garðs og Sandgerðis - Local Sudurnes
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við verktakafyrirtækið Ellert Skúlason ehf um framkvæmdir við nýjan göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis. Göngustígurinn verður rúmlega fjögurra kílómetra langur, malbikaður í 2,5 metra breidd og upplýstur. Samkvæmt útboðsgögnum á framkvæmdum að vera lokið fyrir 1. apríl á næsta ári. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net var tilboð Ellerts Skúlasonar hef. ekki lægst þeirra sem bárust, en eftir yfirferð og kynningu á þeim tilboðum sem bárust eftir útboð var lagt til að gengið verði til samninga um verkið við fyrrnefnt verktakafyrirtæki. Ekki fengust upplýsingar hjá Suðurnesjabæ um fjölda tilboða sem bárust né upphæðir. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkLandsnet semur við Thorsil um raforkuflutningaFramkvæmdir við hringtorg á Reykjanesbraut hefjast á næstu dögumÞrír vilja byggja nýja heilsugæslu í Innri-NjarðvíkNýtt flugskýli Icelandair orðið fokhelt – Þegar hafa orðið til 50-60 lang­tíma­störfÍAV leggur sjávarlögn fyrir HS orkuBjóða út lagningu á fráveitu í Helguvíkurhöfn4.600 fermetra stækkun FLE á að vera tilbúin til notkunnar á næsta áriStækkun Reykjanesvirkjunar skapar um 200 störfFramkvæmdir hafnar á lóð World Class