Nýjast á Local Suðurnes

Frummatsskýrsla vegna virkjanaáforma HS Orku tilbúin

HS Orka áform­ar að reisa um 9 MW rennslis­virkj­un í efri hluta Tungufljóts í Bisk­upstung­um, Brú­ar­virkj­un, í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar ofan þjóðvegar að Gullfossi.

Umfang Brúarvirkjunar er tiltölulega lítið og staðsetning heppileg með tillit til sjónrænna áhrifa. Aðalstífla lægi þvert yfir farveg Tungufljóts rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár og þaðan yrði áin leidd í um 1700 metra löngum neðanjarðar aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi.

Fyr­ir­tækið hef­ur í seinni tíð gert samn­inga um kaup á orku frá litl­um vatns­afls­virkj­un­um til að styrkja stöðu sína á raf­orku­markaði og með Brú­ar­virkj­un er fetað áfram þá slóð.

Frummatsskýrslu svæðisins má nálgast hér að neðan:

Frummatsskýrsla Brúarvirkjunar

Viðauki 1: Gróður og fuglar

Viðauki 2: Vatnalíf

Viðauki 3: Fornleifaskráning